Vel heppnuð árshátíð FAS

06.mar.2023

Árshátíð FAS fór fram síðastliðinn fimmtudag, þann 2.mars. Þemað að þessu sinni var „90’s“ og var Sindrabær skreyttur í takt við þann tíma. Skreytingarnar voru afurð árshátíðarhóps á opnum dögum sem fóru fram fyrr hluta síðustu viku.

Að loknu borðhaldi var sýnt myndband sem árshátíðarhópurinn vann á opnum dögum. Árshátíðardans var svo dansaður en stífar æfingar höfðu átt sér stað í skólanum og lukkaðist hann vel. Við höfum áður sagt frá því að nemendur í sviðslistum eiga heiðurinn af dansinum.  Það var svo hljómsveitin Nostalgia sem spilaði fyrir dansi og hélt stemningunni uppi.

Eftir stendur vel lukkuð árshátíð sem hefði ekki getað átt sér stað nema fyrir kennara, foreldra sem buðu sig fram í gæslu og svo að sjálfsögðu nemandanna sem skipulögðu hana svo vel. Takk krakkar!!

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...